Karlakórinn Fóstbræður

me

Fjórtán Fóstbræður (1963-75)

Fjórtán Fóstbræður skipa mun stærri sess í íslenskri tónlistarsögu en flestir gera sér grein fyrir, ekki aðeins fyrir það að marka upphaf SG-hljómplötuútgáfunnar en útgáfan varð til beinlínis stofnuð fyrir tilstilli Fóstbræðra heldur einnig fyrir að fyrsta platan þeirra var um leið fyrsta danslagabreiðskífan sem gefin var út á Íslandi og hafði einnig að geyma fyrsta plötuumslag breiðskífu sem prentað var hérlendis. Þá má heldur ekki gleyma að kórinn varð fyrstur kóra hér á landi að syngja lög í léttari kantinum og ruddi þannig leið fyrir slíka tónlist auk þess sem hann höfðaði þá til flestra aldurshópa og naut þ.a.l. gríðarmikilla vinsælda.

Það var Svavar Gests sem á heiðurinn af því að Fjórtán Fóstbræður urðu til. Hann hafði stjórnað skemmtiþáttum í Ríkisútvarpinu um nokkurt skeið og þegar stofnunin fór þess á leit við hann síðsumars 1963 að stýra nýjum þess konar þætti flaug honum í hug að hafa í honum karlakór í anda kórs Mitch Miller en Svavar hafði mikið dálæti á honum. Í því skyni leitaði hann til karlakórsins Fóstbræðra sem þá söng undir stjórn Ragnars Björnssonar, til að fá „lánaðar“ nokkrar raddir til að syngja í þættinum sem hafði fengið nafnið Sunnudagskvöld með Svavari Gests.

Fósturvísarnir (2017-)

Sönghópurinn Fósturvísarnir var stofnaður vorið 2017 af nokkrum félögum í Karlakórnum Fóstbræðrum. Syngjum við ýmis tilefni þar sem söngur bætir stemninguna. Lagavalið er í léttari kantinum og aldrei lang í sprellið.

Nafn hópsins vísar réttilega til þess að hann skipa nokkrir félagar úr yngri deild Fóstbræðra þó svo að flestir séu komnir vel yfir fertugt. Fósturvísarnir hafa frá stofnun sungið við ýmis tilefni svo sem á árshátíðum, afmælum, brúðkaupum og við ýmis tilefni þar sem söngur bætir stemninguna. Lagavalið er í léttari kantinum þó svo að stundum sé gripið í gamlar og góðar perlur úr safni Fóstbræðra. Búa einnig svo vel að hafa innan sinna raða framúrskarandi útsetjara sem hafa útsett lög fyrir hópinn.

Hópurinn samanstendur af 12 söngvurum, þremur í hverri rödd.

Í fyrsta tenór eru þeir Birgir Karl Óskarsson, Guðmundur Benediktsson og Ragnar Már Magnússon. Annan tenór skipa þeir Jóhann Vilhjálmsson, Stefán Már Sturluson og Þorvaldur Borgar Hauksson. Í fyrsta bassa eru þeir Birgir Guðmundsson, Halldór Þórarinsson og Ólafur Héðinn Friðjónsson. Annan bassa skipa svo þeir Gunnar Már Jóhannsson, Hjálmur Gunnarsson og Stefán Árni Einarsson.

Hafa samband