Skip to Content

Hauststarfið

Undanfarnar vikur hefur kórinn m.a. æft með söngkonunni Auði Gunnarsdóttur sem hyggur á upptökur á næstu vikum. Þá hefur kórinn áfram lagt tónlistarmanninum Högna Egilssyni lið og má m.a. benda á kvikmyndina Undir trénu þar sem kórinn flytur lag Högna, Andaðu. Nýverið kom kórinn einnig fram á útgáfuhátíð nýrrar plötu Högna og í innslagi í menningarhluta Kastljóss þar sem plata Högna var kynnt. Og senn líður að aðventu og þá er margrt á döfinni eins og fram kemur hér á síðunni.
Share this