Skip to Content

Útgáfa

Til ljóssins og lífsins

Til ljossins og lífsins

Til ljóssins og lífsins kom út í lok árs 2009. Efni hans er að uppistöðu af trúarlegum toga sálmar svo og lög sem skipað hafa sér sess við ýmsar kirkjulegar athafnir svo sem brúðkaup, jarðafarir ofl. Titill geisladisksins Til ljóssins og lífsins er sóttur í hið fallega ljóð Sigurðar Nordal, Ást en við það hefur Magnús Þór Sigmundsson samið lag. Einsöngvari með kórnum á diskinum er Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, Jón Stefánsson spilar á orgel og Árni Harðarson stjórnar.

 

Fóstbræðralag

Fóstbræðralag

Á þessum diskum sem gefnir voru út í tilefni 90 ára afmæli kórsins er að finna upptökur úr söngvasafni Fóstbræðra frá 1916-2006 með karlakórnum Fóstbræðrum, sönghópunum Fjórtán Fóstbræðrum og Átta Fóstbræðrum, upptökur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitinni Stuðmönnum. Elstu upptökurnar eru frá árinu 1930 en þær yngstu fárra ára gamlar. Á þessum diskum er því að finna nokkurs konar tónlistarlegan þverskurð af fjölbreyttri söngskrá elsta starfandi karlakórs á Íslandi.


Geisladiskurinn er til sölu á eftirtöldum stöðum:

12 Tónum Skólavörðurstíg 15

Smekkleysu plötubúð Laugavegi 35

verslunum Eymundsson


 

Share this