Skip to Content

Tónleikahald

Hvert starfsár karlakórsins Fóstbræðra er í senn nýtt og gamalt. Nokkrir liðir hvers starfsárs eru fastir og ganga eftir þrautreyndu skipulagi til margra áratuga. Önnur verkefni eru ný og fersk og krefjast þess að kórinn takist á við tónlistina með opnum huga og sveigjanleika.

Dæmigert starfsár Fóstbræðra hefst snemma að hausti. Fastar æfingar eru hvert miðvikudagskvöld auk fyrsta mánudags í mánuði. Tíðni æfinga eykst ef fyrir liggja viðameiri verkefni. Varla líður sú vika að kórinn komi ekki fram við eitthvert tækifæri hvort sem það er brúðkaup, afmæli, jarðarför, opnanir, vígsluhátíðir eða einhver önnur opinber tækifæri. Samhliða slíkum verkefnum tekur kórinn þátt í tónleikahaldi með öðrum eða sinnir æfingum fyrir upptökur eða tónleika.  

Aðventukvöld og þátttaka í tónlistarviðburðum sem tengjast jólum eru árviss hluti af verkefnum kórsins. 

Seinni hluta vetrar einbeitir kórinn sér að æfingum fyrir venjubundna vortónleika sem er jafnan lokið í apríl og eftir það gæti undirbúningur fyrir utanför eða æfingar fyrir þátttöku í listahátíð eða tónlistarhátíðum verið á dagskrá.

Share this