Skip to Content

Styrktarfélagar

Styrktarfélagar Fóstbræðra eru þeir sem gerast fastir áskrifendur að vortónleikum Fóstbræðra. Þeir eru í kringum þúsund talsins og hafa þeir um hálfrar aldar skeið myndað traustan fjárhagslegan bakhjarl kórsins.

Í allmarga áratugi hefur sá háttur verið hafður á að kórfélagar knýja dyra hjá styrktarfélögum skömmu fyrir tónleika og færa þeim miða með eigin hendi. Þetta starf er í föstum skorðum eins og margt annað og því hafa tryggir styrktarfélagar oft átt orðastað við sama kórfélagann vor hvert í marga áratugi. Þetta styrkir tengslin og eflir liðsandann og er til þess fallið að viðhalda þeirri sterku taug sem legið hefur milli kórs og styrktarfélaga frá upphafi.

Styrktarfélagar Fóstbræðra geta allir orðið með því að senda tölvupóst á styrktarfelagar@fostbraedur.is

 

 

 

Share this