Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • 100 ÁRA AFMÆLISHALDI LOKIÐ
  Sunnudaginn 30. apríl lauk formlegri dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Fóstbræðra. Um hádegisbil söfnuðust félagar saman við Fóstbræðraheimilið og drógu niður afmælisfánann sem blakt hefur við hún síðastliðið ár. Afmælisdagskráin var fjölbreytt en hápunktarnir voru efalítið glæsilegt fjölþjóðlegt kóramót í Hörpu í maí og afmælisdagurnn sjálfur 18. nóvember þegar efnt var til ógleymanlegra afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu.
  03. Maí - 13:05
 • Fóstbræður í La Traviata árið 1953
  Í dag, þann 29.mars mæltu þeir sér mót í Fóstbræðraheimilinu Aðalsteinn Guðlaugsson og Gunnar Gunnarsson. Tilefnið var að Gunnar sem er sonur fóstbróðursins Gunnars Guðmundssonar vildi afhenda Aðalsteini teikningu sem Aðalsteinn gerði árið 1953 og hefur ekki séð síðan. Teikningin er af þátttakendum í uppfærslu Þjóðleikhússins á óperunni La Traviata árið 1953 en margir Fóstbræður tóku þátt í henni þar á meðal Aðalsteinn og Gunnar Guðmundsson.
  30. Mar - 18:29
 • Aldarminning fyrstu tónleika
  Þann 25.mars 2016 verða liðin 100 ár frá fyrstu opinberu tónleikum Karlakórs KFUM sem síðar var nefndur Karlakórinn Fóstbræður:
  • Það er í kvöld kl.6 ½ sem Karlakór KFUM syngur í Bárubúð. Aðgöngumiðar seldir í Bárubúð kl.10-12 og 2-5 og kostar 1 krónu. Sjá götuauglýsingar.“ 
  24. Mar - 15:31

Forsíða

Share this