Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • Jólatónleikar Fóstbræðra
  Senn líður að jólum og í ár munu Fóstbræður efna til tveggja jólatónleika. Hefðbundnir tónleikar í Seljakirkju verða þann 10. desember og þá mun kórinn einnig syngja jólalög og slá hátíðlegum blæ á jóladagana á tónleikum sem verða 20. desember í Langholtskirkju.
  23. Nov - 17:40
 • Fóstbræður fagna fullveldinu í Hörpu
  Á fullveldisdaginn, 1. desember, munu Fóstbræður fagna fullveldi þjóðarinnar með opnum tónleikum í Hörpu. Tónleikarnir verða um hádegisbil og munu bæði aðalkórinn og gamlir Fóstbræður koma fram og syngja ættjarðarlög sem er vel við hæfi á þessum merkisdegi. Hér er sleginn upptaktur að 100 ára fullveldisafmæli á næsta ári.
  23. Nov - 17:41
 • Hauststarfið

  Starfsemi Fóstrbæðra hefur farið vel af stað í haust og bræður yljað sér við frábærar minningar frá liðinu 100 ára afmælisári sem tókst að öllu leyti einstaklega vel. Starfið hefur því farið í hefðbundnar skorður en engu að síður eru margir spennandi viðburðir á döfinni, þ.á.m. áformuð tónleikaför til Seattle í Bandaríkjunum í maí nk. þar sem kórinn mun syngja við opnun nýs stórglæilegs safns sem tileinkað er norrænni arfleifð heimamanna. 

  23. Nov - 17:25

Forsíða

Share this