Karlakórinn Fóstbræður

me

Karlakórinn Fóstbræður

Karlakórinn Fóstbræður hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og eru í dag um 70 söngmenn í kórnum. Kórinn heldur reglulega tónleika og kemur fram á hinum ýmsu viðburðum og ber þar hæst árlegir vortónleikar sem haldnir hafa verið nær samfellt síðan 1917.

Söngstjóri Fóstbræðra

Árni Harðarson hefur verið stjórnandi Fóstbræðra frá árinu 1991. Hann hefur samhliða starfað sem kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskóla Kópavogs. Hann hefur og verið virkur í íslensku tónlistarlífi sem tónskáld og stjórnandi kóra og hljómsveita í ólíkum verkefnum innanlands og utan. Tónsmíðar Árna hafa einkum verið á sviði kór­- og leikhústónlistar. Þá hefur hann unnið að félagsmálum tónskálda; var m.a. formaður Tónskáldafélags Íslands 1995­-98 og fulltrúi Íslands í NOMUS, Norrænu tónlistarnefndinni, 1993-­2000.

Að loknu burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs stundaði Árni framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum við The Royal College of Music í London á árunum 1978­-83 og lauk þaðan prófi úr einleikaradeild.

Salur til leigu

Fóstbræðraheimilið er á Langholtsvegi 109 og hefur alla tíð verið leigt til veisluhalda og samkvæma af margvíslegu tagi enda er aðstaðan góð.

Þar er glæsilegur veislusalur sem tekur um 140 manns í sæti og 170 í standandi boð. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða.

salurinn@fostbraedur.is

Útfarasöngur

Karlakórinn Fóstbræður hefur um langt árabil verið eftirsóttur við útfararsöng. Kórinn hefur þá reglu að hittast alltaf einni klukkustund fyrir útför og æfa lögin sem syngja á. Oftast hefur kórinn stjórnanda sinn, Árna Harðarson, við stjórnvölinn.

Á þennan hátt reyna Fóstbræður að bjóða upp á vandaðan flutning sem hæfir þessum athöfnum.

Umsjónarmaður með útfararsöng Fóstbræðra er Reynir Þormar sími 896 5753 og 852 4343

utfor@fostbraedur.is

Styrktarfélagar

Styrktarfélagar Fóstbræðra eru þeir sem gerast fastir áskrifendur að vortónleikum Fóstbræðra. Í dag eru styrktarfélagar um þúsund talsins og hafa um hálfrar aldar skeið myndað traustan fjárhagslegan bakhjarl kórsins.

Í allmarga áratugi höfum við haft þann hátt á að kórfélagar koma með miðana til styrktarfélaga skömmu fyrir tónleika. Styrktarfélagar Fóstbræðra fá tvo miða á verði eins auk heimsendingar.

Það geta allir orðið styrktarfélagar Fóstbræðra með því að senda tölvupóst á  styrktarfelag@fostbraedur.is

Nýjustu fréttir

Viðburðir á næstunni

Karlakórinn Fóstbræður á Spotify

Myndir

Hafa samband